Á dögunum færðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum starfsmönnum Flugfélagsins Ernis smá glaðning, það er konfekt eins og það gerist best. Stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við stjórnendur flugfélagsins varðandi flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið hefur gert það að verkum að stéttarfélögin hafa getað boðið félagsmönnum upp á ódýr flugfargjöld á flugleiðinni Reykjavík-Húsavík. Vonandi verður svo áfram á komandi árum enda afar mikilvægt að öruggar flugsamgöngur séu milli Húsavíkur og Reykjavíkur.
Gunna og Lilja klikka ekki enda báðar öflugar konur sem taka ávallt vel á móti farþegum á vegum Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.