Samið við Framhaldsskólann á Laugum

Verulegur tími fer í það um þessar mundir hjá starfsmönnum stéttarfélaganna að funda með forsvarsmönnum og starfsmönnum stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga hvað varðar vinnutímabreytingar og endurnýjun á stofnanasamningum. Þannig er að vinnutímabreytingar koma til framkvæmda um næstu áramót hjá starfsmönnum sveitarfélaga og hjá stofnunum ríkisins. Þó ekki hjá vaktavinnufólki, þar taka breytingarnar gildi 1. maí 2001.Vegna breytinga á launatöflu ríkisins þarf að taka upp alla stofnanasamninga sem gilda fyrir félagsmenn Framsýnar. Markmið Framsýnar er að þessi vinna klárist fyrir áramót með sveitarfélögunum og stofnunum ríkisins en rúmlega 500 félagsmenn starfa á vegum ríkis og sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Helstu breytingarnar eru að frá og með 1. janúar kemur til 13 mín stytting á dag m.v. við fullt starf. Taki menn ákvörðun um að fella niður neysluhlé getur styttingin orðið allt að 4 tímar á viku hjá starfsmönnum í fullu starfi og hlutfallslega miðað við starfshlutfall viðkomandi. Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir starfsmenn. Afar mikilvægt er að þeir kynni sér vel væntanlegar breytingar og hvernig þær eiga að virka. Félagsmönnum er ávallt velkomið að hafa samband við starfsmenn stéttarfélaganna vilji þeir fræðast betur um breytingarnar.

Þess má geta að Framsýn skrifaði undir nýjan stofnanasamning við Framhaldsskólann á Laugum í vikunni. Á myndinni eru Sigurbjörn Árni skólameistari og Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar ásamt tveimur starfsmönnum skólans við undirskriftina, það er þeim Evu Björg og Kristjönu.

Deila á