Dagatölin komin í hús – dagbækurnar á leiðinni

Félagsmenn stéttarfélaganna geta nálgast dagbækur og dagatöl fyrir árið 2021 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta hringt á skrifstofuna og fengið dagbækurnar og dagatölin send til sín í pósti. Dagbókunum og dagatölunum er að venju dreift ókeypis til félagsmanna. Að þessu sinni eru myndirnar á dagatölunum teknar af Hafþóri Hreiðarssyni, Ósk Helgadóttir og starfsmönnum stéttarfélaganna. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka Ósk og Haffa kærlega fyrir lánið á myndunum, þið eruð bæði frábær.

Deila á