Viðræður í gangi við FSH

Fulltrúar frá Framsýn og Framhaldsskólanum á Húsavík hafa átt góðar samræður um breytingar á gildandi stofnanasamningi aðila. Aðilar stefna að því að klára þessa vinnu fyrir jól. Stofnanasamningar eru hluti af kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Vegna breytinga á launatöflu ríkisstarfsmanna um áramótin sem falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem Framsýn á aðild að þarf að breyta gildandi stofnanasamningum í takt við nýja launatöflu.

Deila á