Samið við Motus um innheimtu

Stéttarfélögin hafa samið við Motus ehf. um að sjá um innheimtu vanskilakrafna sem verða til við það að atvinnurekendur greiða ekki tilskilin gjöld til stéttarfélaganna; Framsýnar og Þingiðnar. Um er að ræða kjarasamningsbundin gjöld s.s. félagsgjöld starfsmanna og mótframlög atvinnurekenda í sjúkra- orlofs og starfsmenntasjóði. Með þessu breytta fyrirkomulagi er ætlun stéttarfélaganna að koma innheimtumálunum í betri farveg.

Deila á