Sambandsstjórn SSÍ fundar

Sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands kom saman til fundar í morgun. Vegna sóttvarnarregla fór fundurinn fram á netinu, það er í gegnum zoom. Nokkur mikilvæg mál voru til umræðu s.s. ársreikningar sambandsins, verðmyndunarmál og kjaramál en sjómenn eru samningslausir um þessar mundir sem er ólíðandi með öllu. Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar situr í Sambandsstjórn SSÍ. Á meðfylgjandi mynd er hann að fylgjast með fundarstörfum á skrifstofu Framsýnar í morgun en fundinum lauk rétt fyrir hádegi.

Deila á