Starfsgreinasambandið hefur unnið að því undanfarið að þýða helstu kjarasamninga sambandsins yfir á ensku og pólsku sem er mikið gleðiefni. Sjá meðfylgjandi slóðir varðandi aðalkjarasamning SGS og SA sem Framsýn á aðild að. Fljótlega verður einnig búið að þýða ferðaþjónustusamninginn yfir á ensku og pólsku en þessir tveir kjarasamningar eru mest notaðir af félagsmönnum Framsýnar.