Dale á milli starfa – LIVE ONLINE

Félagsmönnum Framsýnar stendur til boða að fara frítt á námskeið á vegum Dale Carnegie „Dale á milli starfa – LIVE ONLINE.“

Um er að ræða sérsniðið Dale Carnegie námskeið fyrir þá sem eru á milli starfa eða í leit að nýjum atvinnutækifærum. Settu eldmóð í atvinnuleitina, virkjaðu styrkleikana þína og stækkaðu tengslanetið.

Tveir alþjóðlega vottaðir Dale Carnegie þjálfarar leiða þetta 6 skipta námskeið sem er einu sinni í viku í tvo og hálfan tíma í senn.  Webex þjálfunarumhverfið býður upp á þátttöku í rauntíma þar sem verkefnavinna, coaching og umræður fara fram á líflegan máta.  Sérstakur tæknilegur aðstoðarmaður sér um að lágmarka tæknitruflanir og að enginn lendi í vandræðum með tengingar.

Nánari upplýsingar og skráning er hér:   https://www.dale.is/bokanir

Þátttakendur skrá sig á síðu Dale Carnegie og setja í skilaboð hvaða fræðslusjóði þeir tilheyra.  Reikningur er sendur beint á skrifstofu fræðslusjóðanna.

Félagsmenn aðildarfélaga Landsmenntar, Sjómenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar fá námskeiðið að fullu niðurgreitt.

Deila á