Undrast framkomu útgerðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS í garð áhafnar

Sjómannadeild Framsýnar lýsir yfir fullum stuðningi við skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 vegna framkomu stjórnenda útgerðarinnar í garð áhafnar skipsins. Framsýn tekur heilshugar undir yfirlýsingu Starfsgreinasambands Íslands og stéttarfélaga skipverja um að hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti sé vítaverð og fram þurfi að fara sjópróf til að draga þá til ábyrgðar sem hana bera. Svona skeytingarleysi um gagnvart heilsu og öryggi skipverja má aldri líðast. (Meðfylgjandi mynd tengist ekki þessari yfirlýsingu Sjómannadeildar Framsýnar)

 

 

Deila á