Beðið eftir þjónustu

Suma dagana er þetta svona þegar horft er út um gluggann á Skrifstofu stéttarfélaganna. Mikil umferð er um skrifstofuna í leit að þjónustu og upplýsingum frá félögunum enda mjög hátt þjónustustig hjá stéttarfélögunum. Þá er þegar farið að hafa áhrif að Vinnumálastofnun hefur í samráði við Framsýn ráðið starfsmann til starfa í fullt starf sem er með aðstöðu hjá stéttarfélögunum. Til viðbótar má geta þess að Þekkingarnet Þingeyinga hefur staðið fyrir námskeiðahaldi fyrir atvinnuleitendur sem fer að hluta fram í fundarsal stéttarfélaganna. Það er því óhætt að segja að það sé mikið líf á Skrifstofu stéttarfélaganna þessa daganna, reyndar er það ekki frétt, þar sem umferð um skrifstofuna er töluverð flesta daga vikunnar.

Deila á