Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur unnið að því undanfarið að miðla atvinnulausu fólki í vinnu og hafa þó nokkrir fengið vinnu í gegnum skrifstofuna við fjölbreytt störf. Nú ber svo við að Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn sár vantar starfsfólk á vertíð. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Siggeir Stefánsson hjá Ísfélaginu í síma 894-2608 sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Gangi áætlanir eftir er framundan mikil vinna og góðir tekjumöguleikar fyrir áhugasama.