„Eðli stofnunarinnar að vaxa í óáran, en minnka í góðæri“

Eðli stofnunarinnar að vaxa í óáran, en minnka í góðæri. Svo mælti forstjóri Vinnumálastofnunnar árið 2014 þegar ákveðið var að loka starfsstöð Vinnumálastofnunnar á Húsavík þrátt fyrir mótmæli heimamanna. Nú ber svo við að atvinnuleysi á svæðinu er í sögulegu hámarki. Þess vegna ekki síst, hlýtur að teljast eðlilegt að Vinnumálastofnun bregðist við ástandinu með því að auka þjónustu við atvinnuleitendur í Þingeyjarsýslum. Sjónvarpstöðin N4 fjallaði um málið í gær, þar var talað við Soffíu Gísladóttir forstöðumann VMST á Norður- og Austurlandi og Aðalstein Árna Baldursson formann Framsýnar stéttarfélags. https://www.facebook.com/N4Sjonvarp/videos/833180370555371

 

Deila á