Fréttir af aðalfundi- félagsmenn fengu 18 milljónir í námsstyrki

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2019 fengu 344 félagsmenn greiddar kr. 18.024.508,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða.

Námsstyrkir árið 2019 skiptast þannig milli sjóða:

227 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt                                                               kr. 11.495.084,-.

12 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt                                                           kr.   1.037.925,-.

12 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt                                                           kr.      594.862,-.

33 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks                kr.  2.027.445,-.

60 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt                                                         kr.  2.869.192,-.

Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði þar um. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.

Þá má geta þess að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á félagssvæðinu.

Þó nokkuð er um að fyrirtæki og stofnanir leiti til Framsýnar eftir fræðslu fyrir starfsmenn sem tengist réttindum og skyldum þeirra á vinnumarkaði sem er afar ánægjulegt.  Þá eru starfsmenn stéttarfélaganna reglulega beðnir um að kenna á námskeiðum er tengjast vinnurétti.

 

Deila á