Baldvin leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna

Baldvin Valdemarsson var nýlega ráðinn sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá SSNE með aðsetur á Húsavík. SSNE, stendur fyrir landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Innan samtakanna eru 12 sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Baldvin heilsaði upp á formann Framsýnar í gær og tók stöðuna með honum á atvinnuástandinu, atvinnumálum og málefnum SSNE.

Baldvin starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem hann gengdi fjölbreyttum verkefnum, s.s. verkefnum tengdum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, rekstrarráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri auk virkrar þátttöku í vinnu við innviðagreiningu fyrir Norðurland eystra. Þar á undan gengdi hann fjölbreyttum stjórnendastörfum, m.a. sem framkvæmdastjóri Slippsins og við eigin atvinnurekstur. Baldvin hefur því yfirgripsmiklar þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu, reynslu á sviði rekstrar og stjórnunar, af atvinnuþróun og nýsköpun. Auk þess hefur hann langa reynslu af þátttöku í samfélags- og sveitarstjórnarmálum. Baldvin er með Cand.Oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Framsýn býður hann velkominn til starfa á Húsavík.

 

 

 

Deila á