Hjálparsíminn 1717 fyrir pólskumælandi

Næstkomandi fimmtudag, 3. september verður opnuð þjónusta fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálpasíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.is

Þjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23 framvegis.

Hópur pólskumælandi sjálfboðaliða hefur gengið til liðs við verkefnið og hlotið alla viðeigandi þjálfun til að sinna svörun. Úrræðið verður auglýst á ýmsum miðlum. Markmið okkar er að ná til pólskumælandi einstaklinga sem búa hér á landi en einnig teljum við mikilvægt að koma þessum skilaboðum til allra er málið gæti varðað. Við teljum verkefnið þarft með tilliti til þess hve stór hópur pólskumælandi einstaklinga býr á Íslandi og með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu erum við í stakk búin til að sinna þessum stóra hópi fólks sem telur nú yfir 20 þúsund einstaklinga.

Ef þú vilt birta upplýsingar úr þessum pósti á þínum miðli og koma úrræðinu þannig á framfæri er það velkomið. Í viðhengi má finna “logo” verkefnisins á pólsku og á heimasíðunni má finna ítarlegri upplýsingar og myndir.

Deila á