Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur – Óli nýr formaður.

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn 27. ágúst s.l.. Fundartími, þátttaka og framkvæmd fundarins litast nokkuð af þeim aðstæðum sem eru og hafa verið á þessu ári með Covid – veiruna í stóru hlutverki.

Óli Hákon Hertervik var kosinn formaður félagsins og tekur hann við góðu búi af Helgu Þuríði Árnadóttur, sem hefur verið formaður og stýrt félaginu s.l. 5 ár. Rétt er að þakka Helgu Þuríði fyrir hennar góða og óeigingjarna framlag þessi ár. Aðrir nýjir stjórnarmenn eru Fanney Hreinsdóttir og Sylvía Ægisdóttir. Helga Eyrún Sveinsdóttir og Guðrún Brynjarsdóttir báðust undar frekari stjórnarsetu og eru þeim þökkuð góð störf fyrir félagið.

Á fundinum var samþykkt að fela stjórn að yfirfara lög og reglugerðir félagsins og koma með tillögu til næsta aðalundar.

Afkoma félagsins á árinu 2019 var jákvæð upp á 6,5 millj.. Stjórn hefur haldið afar þétt um rekstur félagsins á s.l. árum, endurskipulagt og hagrætt þar sem þörf var, með þessum góða árangri.

Deila á