Á liðnu ári var talsverð umræða um vinnuaðstöðu og launakjör starfsmanna veiðiheimila í landinu. Eins og alkunna er þá eru veiðiheimili starfrækt víða um land í nágrenni við stangveiðiár landsins. Starfsmenn skrifstofu stéttarfélaganna brugðust við kallinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Aðalstein J. Halldórsson, starfsmann Skrifstofu stéttarfélaganna vera að leggja í hann í heimsóknir á veiðiheimili svæðisins í fylgd með eftirlitsfulltrúa Vinnueftirlitsins. Eins og sjá má er ekki slegið slöku við í sóttvörnum.