Um 5% atvinnuleysi í Þingeyjarsýslum

Í lok júlí voru 186 skráðir atvinnulausir á félagssvæði Framsýnar sem þýðir um 5% atvinnuleysi á svæðinu meðan það var um 8,8% á landsvísu. Atvinnuleysið skiptist þannig milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum:

Norðurþing                        140

Skútustaðahreppur              20

Tjörneshreppur                    1

Þingeyjarsveit                    25

Mun fleiri karlar en konur eru á atvinnuleysisskrá. Karlar voru 116 og konur 70. Því miður eru horfur á að atvinnuástandið fari versnandi þegar líður á haustið. Þar kemur til að töluvert er um uppsagnir í ferðaþjónustunni og þá fer áhrifanna vegna uppsagnanna hjá PCC á Bakka að gæta í ríkari mæli. Margt bendir því til þess að veturinn verði mörgum erfiður.

Deila á