Vinsamlegur fundur með starfsmanni LÍV

Sá ágæti starfsmaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna/LÍV, Elva Hrönn Hjartardóttir kom í heimsókn til formanns Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar Elvu Héðinsdóttur auk þess að heilsa upp á starfsmenn Framsýnar. Farið var yfir málefni LÍV, samskipti sambandsins við aðildarfélög og málefni verkalýðshreyfingarinnar. Framsýn er aðili að Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna. Fundurinn var vinsamlegur en Elva Hrönn er á ferðinni um landið til að heimsækja aðildarfélög sambandsins.

Það fór vel á með Elvu Hrönn og starfsmönnum stéttarfélaganna.

 

Deila á