Búðaráin í ham

Vegna vatnavaxta síðustu daga hefur Búðaráin sem liðast í gegnum Húsavík eftir farvegi sínum  breyst í stórfljót. Um síðustu helgi lokaði lögreglan göngubrúnni yfir ána vegna vatnavaxta en áin var farin að flæða yfir bakka sína og náði vatnshæðin upp að brúargólfi. Þegar þetta er skrifað er Búðaráin hins vegar orðin svipuð og hún var áður. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru um helgina þegar Búðaráin var í ham enda mikil úrkoma á þeim tíma.

Hér má sjá Búðarána á venjulegum degi.

Deila á