Arnar heilsaði upp á starfsfólk stéttarfélaganna

Arnar Sigurmundsson sem lengi hefur verið mjög áberandi í störfum fyrir Samtök atvinnulífsins (SA) leit við hjá formanni Framsýnar í gær. Arnar hefur verið á ferðinni um landið í sumarfríi eins og fjölmargir aðrir Íslendingar og dvaldi meðal annars á Húsavík í fríinu. Aðalsteinn Árni og Arnar hafa lengi tekist á við samningaborðið, Aðalsteinn á vegum verkalýðshreyfingarinnar og Arnar fyrir Samtök atvinnulífsins. Arnar hefur komið að samningagerð  fyrir hönd SA sem formaður  Samtaka fiskvinnslustöðva um árabil og þá hefur hann einnig verið áberandi varðandi starfsemi lífeyrissjóða m.a. verið formaður Landssambands lífeyrissjóða. Í dag sitja þeir Aðalsteinn og Arnar saman í stjórn Fræðslusjóðsins Landsmenntar sem er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna innan Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni.

Deila á