Stéttarfélögin Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa gefið Sjúkraþjálfun Húsavíkur kr. 750.000 til tækjakaupa. Aðstaðan hjá sjúkraþjálfuninni í Hvammi var nýlega tekin í gegn og nýjum tækjum komið fyrir. Um er að ræða afar mikilvæga þjónustu á Húsavík sem þjónar Þingeyingum og öðrum þeim sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Eftir breytingarnar er aðstaðan öll orðin hin glæsilegasta. Með framlagi stéttarfélaganna vilja þau leggja sitt að mörkum til að efla Sjúkraþjálfun Húsavíkur sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki.