Aðalfundur Framsýnar 25. ágúst

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn. Boðið verður upp á kaffi og góðar veitingar. Þá fá allir fundarmenn smá glaðning frá félaginu sem enginn má missa af.

 Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
    Skýrsla stjórnar
    Ársreikningar
    Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    Lýst kjöri í trúnaðarstöður í félaginu
    Lagabreytingar
    Ákvörðun árgjalda
    Laun stjórnar
    Kosning löggilts endurskoðanda
  2. Önnur mál

Athygli er vakin á 32. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.

Stjórn Framsýnar stéttarfélags

 

 

Deila á