Góður fundur með starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir fundi með formanni Framsýnar í vikunni. Tilefni fundarins var að fara yfir réttindi og skyldur starfsmanna auk þess sem formaður svaraði fjölmörgum fyrirspurnum starfsmanna. Gengið var frá kjöri á trúnaðarmanni starfsmanna. Í það hlutverk var Rakel Anna Boulter kjörin. Fundurinn sem fram fór í upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofu var vinsamlegur og gagnlegur fyrir alla aðila.

Til fróðleiks má geta þess að þjóðgarðurinn spannar um 14% af flatarmáli Íslands (14.141 ferkílómetrar árið 2019) og er næststærstur þjóðgarða í Evrópu á eftir Yugyd Va þjóðgarðinum í Úralfjöllum Rússlands.

 Á hverju ári starfar hópur fólks hjá Vatnajökulsþjóðgarði við hirðingu, eftirlit og upplýsingagjöf til ferðamanna.

Rakel Anna Boulter, sú með húfuna, er nýr trúnaðarmaður starfsmanna í þjóðgarðinum. Það er þeim hluta sem er á félagssvæði Framsýnar.

Deila á