Tveir góðir verkalýðsforingjar komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og fengu sér kaffi og meðlæti með starfsmönnum félaganna. Þetta voru þeir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins í Grindavík. Að sjálfsögðu urðu umræður um verkalýðsmál og stöðuna almennt í þjóðfélaginu. Það er alltaf gefandi og skemmtilegt að fá góða gesti í heimsókn eins og félaganna, Hörð og Ragnar Þór enda verða þeir seint sakaðir um að vinna ekki að hagsmunamálum verkafólks.
Hörður og Aðalsteinn Árni eiga það sameiginlegt að leiða tvö af öflugustu stéttarfélögum landsins auk þess að vera búfræðingar frá Hvanneyri, þar sem þeir voru saman við nám á sínum tíma.