Þakkarbréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna  

Framsýn sendi ASÍ bréf á dögunum þar sem Alþýðusambandið  var hvatt til að hafa frumkvæði að því að mynda víðtækt samstarf um bætt lífskjör við hagsmunasamtök eins og Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara Neytandasamtökin, Leigjandasamtökin og Hagsmunasamtök heimilanna. Þakkarbréf hefur borist frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem Framsýn er þakkað fyrir frumkvæðið að málinu. Áður höfðu borist bréf frá Öryrkjabandalaginu og Landssambandi félags eldri borgara, þar sem félaginu var þakkaður stuðningurinn.

Deila á