Trúnaðarmannanámskeið í haust

Til stóð að halda trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar og Þingiðnar fyrr á þessu ári. Vegna Covid 19 var námskeiðinu frestað ótímabundið. Nú er komin ný tímasetning á námskeiðið en það verður haldið 29. og 30. október í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Skráning á námskeiðið mun hefjast fljótlega en það er trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu auk þess sem þeir eiga rétt á að halda launum frá viðkomandi fyrirtæki/stofnun/sveitarfélagi meðan á námskeiðinu stendur.

Deila á