Kennsla í vinnurétti í gegnum netið

Reglulega er formaður Framsýnar beðinn um að vera með fyrirlestra eða kenna á námskeiðum er snúa að vinnurétti starfsmanna á vinnumarkaði. Á tímum Covid 19 hafa orðið töluverðar breytingar á kennsluaðferðum þar sem kennsla hefur í auknu mæli færst yfir á netið í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir. Sem dæmi má nefna að formaður Framsýnar kenndi nýlega tveimur hópum starfsmanna hjá Ísfélaginu í gegnum netið. Starfsmennirnir voru í tveimur kennslustofum og formaðurinn sat við skrifborðið sitt á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og fór yfir efnið með áhugasömum starfsmönnum Ísfélagsins.

Deila á