Vilt þú komast sem fulltrúi á ársfund Lsj. Stapa

Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn þriðjudaginn 30 júní nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 14:00. Framsýn stéttarfélag hefur rétt á að senda 15 fulltrúa á ársfundinn. Hafir þú áhuga á því að vera fulltrúi Framsýnar á fundinum ert þú vinsamlegat beðin um að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is. fyrir 15. júní nk.

Til viðbótar má geta þess að ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa.

 

 

Deila á