Eins og öllum ætti að vera í mjög svo fersku minni þá var langt frá því að vera skemmtilegt veður hér um slóðir lengst af vetrar. Í einum veðurofsanum brotnaði fánastöng Skrifstofu stéttarfélaganna. Nú þegar vorið er komið var því farið af stað og fengin ný stöng. Það voru svo vaskir starfsmenn Garðvíkur sem sáu um að setja upp nýju stöngina á einum blíðviðrisdeginum. Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá þá nýbúna að ljúka verkinu og vera að flagga fána Framsýnar.