Góð kjör í boði fyrir félagsmenn gisti þeir hjá Íslandshótelum í sumar

Stéttarfélögin í þingeyjarsýslum hafa tryggt félagsmönnum gistingu á hagstæðu verði í sumar hjá Íslandshótelum. Verð á gistimiða til félagsmanna Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur verður kr. 11.500 út árið 2020.

Gistimiði gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt. Uppfærsla á fjögurra stjörnu Grand Hótel Reykjavík og Fosshótel Glacier Lagoon verður 5.000 kr. fyrir hverja nótt. www.islandshotel.is

Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:

Grand Hótel Reykjavík

Fosshótel Glacier Lagoon

Fosshótel Austfirðir

Fosshótel Húsavík

Fosshótel Vestfirðir

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Reykholt

Félagsmenn geta verslað sér gistimiða inn á orlofsvef stéttarfélaganna eða með því að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og kaupa miðana. Félagsmenn sjá sjálfir um að panta sér gistingu á viðkomandi hóteli á vegum Íslandshótela. www.framsyn.is

Ef eitthvað er óljóst, endilega hafið þá samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Deila á