Hugað að sumarbústöðum

Nú er unnið að því að gera sumarbústaði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum klára fyrir sumarið. Nokkrir af þeim eru rétt komnir upp úr snjónum eftir snjóþungan vetur. Einn af þeim er bústaður Framsýnar í Dranghólaskógi í Öxarfirði. Til stendur að hann og aðrir bústaðir á vegum félagsins fari í útleigu í júní enda komi ekkert óvænt upp vegna Covid-19.

Stórvirk snjóruðningstæki hafa víða verið á ferðinni í vetur við snjómokstur.

Deila á