Hvaða rugl er eiginlega í gangi?

Frétt heimasíðunnar í gær um að höfðinginn Guðmundur Vilhjálmsson væri að taka við formennsku í Framsýn stéttarfélagi var að sjálfsögðu aprílgabb. Talað var um að formaður Framsýnar tæki á móti gestum í fjárhúsinu í Grobbholti frá kl. 17:00 til 19:00 í gær. Enginn hljóp aprílgabb en hundruð manna lækuðu við fréttina á heimasíðu stéttarfélaganna sem vakti töluverða athygli. Þó nokkrir komu hins vegar við og bönkuðu á gluggann hjá formanni Framsýnar til að athuga hvort hann væri ekki örugglega í sætinu sínu en lokað er fyrir almenna umferð á skrifstofuna um þessar mundir. Heimasíðan þakkar öllum þeim sem tóku þessu gabbi vel, fyrir þeirra viðbrögð við þessu gríni, eða eins og einn ágætur maður orðaði það, hvað rugl er hér eiginlega í gangi. Ölver Þráinsson trúnaðarmaður hjá starfsmönnum Norðlenska var einn af þeim sem kom á gluggann hjá formanni Framsýnar til að fara yfir stöðuna og fylgja eftir fyrirspurnum frá starfsmönnum fyrirtækisins um ákveðin atriði.

 

Deila á