Atvinnuleysisbætur og félagsaðild

Þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem fara í skert starfshlutfall samkvæmt tímabundnu samkomulagi við viðkomandi atvinnurekendur vegna Covid 19 þurfa að hafa í huga, ætli þeir sér að viðhalda fullum réttindum í stéttarfélögunum verða þeir að taka fram þegar þeir sækja um atvinnuleysisbætur að þeir ætli að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótunum. Sama á við um þá sem fara í fæðingarorlof.

Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur
Þingiðn, félag iðnaðarmanna

Deila á