Garðvík ehf. á Húsavík hefur undanfarið unnið að því að laga stétt við Hrunabúð sem er félag um rekstur á leiguhúsnæði á efri hæðinni að Garðarsbraut 26, það er fyrir ofan skrifstofur stéttarfélaganna. Að sjálfsögðu stóðu starfsmenn Garðvíkur sig afar vel og hafa nú að mestu lokið framkvæmdum við verkefnið. Stéttin við hurðina var hellulögð og hiti settur undir hana sem kemur sér vel enda oft snjóþungt hér norðan heiða.