Eins og fram hefur komið er Skrifstofa stéttarfélaganna lokuð fyrir heimsóknum. Félagsmönnum er velkomið að hafa samband við starfsfólk í gegnum síma og/eða með því að senda netpóst. Þrátt fyrir að skrifstofan sé formlega lokuð hafa félagsmenn komið við og bankað á glugga í leit að þjónustu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Aðalstein J, sinna einum erlendum félagsmanni í gegnum glugga. Að sjálfsögðu standa starfsmenn vaktina og vinna sín daglegu störf sem eru mjög krefjandi og eru vinnudagarnir langir um þessar mundir.