Fulltrúar frá sveitarfélögum, stéttarfélögum og SANA sem stendur fyrir samtök atvinnurekanda í Þingeyjarsýslum komu saman í morgun til að ræða stöðuna á svæðinu vegna COVID 19 veirunnar. Þessir aðilar hafa myndað samstarfshóp sem ætlað er að funda vikulega og fara yfir stöðu mála, það er að miðla upplýsingum milli aðila og hvernig best sé að bregðast við aðstæðum á hverjum tíma.
Fulltrúar frá Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp, Tjörneshrepp, Sana og Framsýn komu saman á fjarfundi í morgun til að fara yfir stöðu mála.