STH – Kynning á kjarasamningum

Eins og fram hefur komið hefur Starfsmannafélag Húsavíkur fellt niður kynningarfund sem til stóð að halda í dag vegna nýgerðra kjarasamninga við ríkið og sveitarfélögin. Til að koma til móts við félagsmenn Starfsmannafélagsins er hægt að skoða þessa frétt og netslóðir inn á kynningarefni sem tengjast samningunum. Kosningin fer af stað í dag, miðvikudaginn 18. mars kl. 12.00 og líkur sunnudaginn 22. mars kl. 12.00.  Við hvetjum alla til að nota atkvæðarétt sinn og senda skýr skilaboð um viðhorf sitt til samninganna.

Kynning á kjarasamningnum – heildarpakkinn

Kjarasamningurinn við sveitarfélögin

Kjarasamningurinn við ríkið

 

Frekari upplýsingar um kjarasamning SNS/sveitarfélögin:

Kjarasamningur við SNS/sveitarfélögin með gildistíma frá 1. jan. 2020 – 31.mars 2023.

Þann 1. ágúst 2019 var eingreiðsla upp á 105.000 kr. og verður önnur eingreiðsla vegna tímabils frá 1. ágúst til áramóta 105.000 kr. til útgreiðslu 1. apríl 2020.

Launhækkanir eru þannig að frá 1. janúar síðastliðnum hækka laun um  17.000 + 0,2% á launatöflu.

1. apríl 2020 hækka laun um 24.000 kr.
1. janúar 2021 hækka laun um 24.000 kr.
1. janúar 2022 hækka laun um 25.000 kr.

  • desember 2019 desemberuppbót kr. 115.850.
  • maí 2020 orlofsuppbót kr.   50.450.
  • desember 2020 desemberuppbót kr. 118.750.
  • maí 2021 orlofsuppbót kr.   51.700.
  • desember 2021 desemberuppbót kr. 121.700.
  • maí 2022 orlofsuppbót kr.   53.000.
  • desember 2022 desemberuppbót kr. 124.750.

Útborgun launa

Nýtt

Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídag skal útborgun launa vera síðasta virka dag þar á undan.

Skil milli einkalífs og atvinnu  Sjá fræðslumyndband BSRB

Mikilvægt er að stofnanir setji sér viðverustefnu þar sem m.a. er skerpt á skilum milli vinnu og einkalífs.

Stytting á vinnuvikunnar  Sjá fræðslumyndband BSRB og fylgiskjal 2 í samningnum.

Styttingin getur náð allt að 4 stundum á viku, úr 40 stunda vinnuviku í allt að 36 virkar vinnustundir fyrir starfsfólk í 100% starfshlutfalli. Vinnutími starfsmanna í hlutastarfi styttist hlutfallslega. Samhliða því verður grein 3.1 í kjarasamningi óvirk. Niðurstaða samtals getur einnig verið á þá leið að óbreytt vinnufyrirkomulag henti best, enda telji starfsmenn sig nú þegar búa við betra fyrirkomulag.

  • Dagleg stytting
    • Hver vinnudagur styttur í upphafi eða lok dags og hefðbundin neysluhlé eru hluti af vinnutímanum.

Dæmi: Vinnutími kl. 8:00 -15:12.

Nánar í fylgiskjali 2

Útfærsla á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks sjá fræðslumyndband frá BSRB og fylgkiskjal 3 í samningi þessum

Helstu breytingarnar eru að vinnuvikan styttist úr 40 í 36 virkar stundir og launamyndun vaktavinnufólks tekur mið af fleiri þáttum en áður. Í nýju launamyndunarkerfi fjölgar vaktaálagsflokkum og vægi vinnustunda er metið eftir áhrifum á heilsu og öryggi starfsfólks, sem getur leitt til aukinnar styttingar vinnutíma allt að 32 tímum á viku. Þá verður greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta.

Breytt yfirvinna Sjá fræðslumyndband BSRB

Yfirvinna er greidd með tímakaupi fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð).

Yfirvinna skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi en tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi.

Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:

Yfirvinna 1 kl. 08.00 – 17.00 mánudaga – föstudaga.

Yfirvinna 2 kl. 17.00 – 08.00 mánudaga – föstudaga.

Yfirvinna 2 kl. 00.00 – 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.

 

Félagsmannasjóður

Stofnaður er sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar við aðra starfsmenn sveitarfélaga. Vinnuveitandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,24% af heildarlaunum félagsmanna og verður úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður 1. febrúar 2021 um 80.000 kr.

Orlof

Lágmarksorlof skal vera 30 dagar (240 vinnuskyldustundir) og gildir fyrir alla

Þannig verður orlofsréttur sumarið 2020 í dögum talið:

yngri en 30 ára = 26 dagar-  sumarið 2020

30 – 38 ára = 28 dagar – sumarið 20202

eldri en 38 ára  – 30 dagar sumarið 2020

Frá og með sumrinu 2021 munu allir fá 30 daga orlof.

Lenging á sumarleyfi að beiðni yfirmanns lækkar úr 33% í 25%

Ný grein
Ferðir með íbúa/þjónustuþega

Ferðist starfsmenn með og annast íbúa á ferðalögum innanlands og til útlanda, sem búa á heimilum fyrir fatlað fólk og njóta sólarhringsþjónustu skal unnið samkvæmt vaktskrá og skal, áður en ferð er hafin liggja fyrir vinnuskipulag ferðarinnar. Starfsmönnum skal greitt með yfirvinnu utan þess tíma sem vaktskrá/vinnuskipulag nær til á meðan ferð stendur. Sama á við ef dvalið er yfir nótt.

Ekki er gert ráð fyrir að rof sé í vinnutíma nema sérstaklega sé um það samið enda starfsmenn stöðugt á vakt óháð fjölda starfsmanna.

Ef starfsmaður er á ferð með íbúa/þjónustuþega og annast hann einn skal greitt fyrir allan sólarhringinn á meðan á ferð stendur. Ef starfsmaður fer í ferðalag með íbúa/þjónustuþega að beiðni yfirmanns á frídegi sínum skal hann bættur með öðrum frídegi eða greiðslu yfirvinnu.

Þessi grein á ekki við um forstöðumenn stofnana sbr. gr. 1.5.3.

Við skipulag ferða með íbúa/þjónustuþega skal taka tillit til ákvæða um lágmarkshvíld sbr. grein 2.4.

 

Breytingar á 8. kafla Fatnaður

Nýtt ákvæði fyrir starfsfólk íþróttahúsa og sundstaða: …einnig venjuleg sólgleraugu eða smellt sólgleraugu þar sem við á.

 

Kalfi 10 menntamál

Launað námsleyfi

Nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.

 

Heimilt er að meta BA/BS próf þar sem ekki er gerð krafa um umrætt háskólapróf til starfsins í allt að 12% persónuálag

Einnig þar sem gerð er krafa um háskólamenntun er hægt að meta viðbótarmenntun allt að 16% persónuálag.

Nýtt!

Heimilt er vinnuveitanda að framlengja ráðningu eða endurráða starfsmann, sem hefur náð 70 ára aldri og látið hefur af föstu starfi samkvæmt gr. 11.1.7.1, í annað eða sama starf óski starfsmaður þess.

Vegna slysa og alvarlegra atvika

Endurgreiða útgjöld

 

Grein 12.1.6   Viðbót nýtt!

Sama gildir um þau útgjöld starfsmanns vegna atvika sem hann hefur orðið fyrir vegna atvika sem reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum gildir um og lög nr. 46/1980 ná til.

Viðbót vegna veikinda barna

Nýta má að hluta eða að öllu leyti framangreindan rétt vegna barna undir 16 ára aldri í alvarlegum tilvikum sem leiða til sjúkrahúsvistar.

Nýtt Mæðraskoðun

12.9.1  Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.

Bókanir

Hér eru birtar þær bóknair sem samið var um og hvað þær innihlada sjá bókanir í samningi

Bókun 1 [2020]

Mismunandi meðferð vegna aldurs

BÓKUN 2 [2020]

Endurskoðun 12. Kafla sem er um veikindarétt

BÓKUN 3 [2020]

Mötuneyti þar sem stéttarfélag viðkomandi starfsmanna getur óskað eftir skoðun á mönnun

BÓKUN 6 [2020]

Símenntun starfsfólks sundlauga um að forstöðumaður sundlaugar beri að skapa sundlaugarvörðum svigrúm til sundþjálfunar, verklegra æfinga vegna björgunar í laug og æfingum vegna neyðaráætlunar.

BÓKUN 7 [2020]

Starfsmennt þá mun Samband íslenskra sveitarfélaga stefna að aðild að Fræðslusetrinu Starfsmennt.

Forsenda aðildar Sambands íslenskra sveitarfélaga að Starfsmennt er að samhliða verði mannauðsjóðir Samflots, Kjalar og KSG sameinaðir í einn Mannauðssjóð bæjarstarfsmannafélaga.

BÓKUN 8 [2020]

Starfsmatskerfið Samstarf

Aðilar eru sammála um að á árinu 2020 hefji fagleg samráðsnefnd Samstarfs reglulega endurskoðun og uppfærslu starfsmatskerfisins.

Við minnum alla á að nota atkvæðarétt sinn og kjósa rafrænt þegar opnað verður fyrir kosningu og kjörseðill birtist í tölvupósti eða með SMS en kosningu lýkur á sunnudaginn 22. mars nk. kl: 16.00

 

 

 

Deila á