Félagsmenn Framsýnar hjá ríkinu athugið! – Kynning á samningi/atkvæðagreiðsla

Kosning um kjarasamning Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að hefst á morgun kl. 12:00, það er 19. mars og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00. Hægt verður að kjósa með því að fara í gegnum tengill á heimasíðu Framsýnar. Tengillinn kemur inn á morgun, fimmtudag þegar kosningin hefst formlega.

Eins og fram hefur komið var kynningarfundi um helstu atriði samningsins sem til stóð að halda á morgun, fimmtudag, felldur  niður vegna Covid 19 veirunnar.  Þess í stað höfum við komið fyrir góðu kynningarefni inn á heimasíðuna fyrir félagsmenn, sjá eftirfarandi slóðir:

https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

Ákveðið var að fitja upp á þeirri nýjung að gera stutt kynningarmyndband um helstu atriði samningsins:

https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=FD9ReT_SA1g&feature=emb_logo

Kynningarbæklingur um helstu atriði samningsins eru í prentun Bæklingurinn mun berast félagsmönnum sem hafa kjörgengi með pósti. Kjörskráin er byggð á skrá sem  fengin var frá fjársýslu ríkisins.

Kosningin hefst kl. 12:00 á morgunn 19. mars og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00.

 

 

 

Deila á