Funduðu í gær um viðbrögð við Covid 19

Samtök atvinnurekanda í Þingeyjarsýslum stóðu fyrir fundi í gær með sveitarstjóra Norðurþings og formanni Framsýnar stéttarfélags um stöðuna á vinnumarkaðinum. Fundurinn var vinsamlegur og árangursríkur og fór fram á skrifstofu stéttarfélaganna. Fullur vilji er meðal aðila að vinna saman og miðla málum er varðar stöðu fyrirtækja í Norðurþingi og þar með starfsmanna. Næsti stöðufundur er hugsaður næsta föstudag.

Deila á