Framsýn aflýsir kynningarfundi á fimmtudaginn með ríkisstarfsmönnum

Vegna Covid 19 veirunnar hefur Framsýn ákveðið að fella niður kynningarfund sem vera átti í dag, fimmtudaginn 19. mars, um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem félagið á aðild að. Félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningum munu fá kjörgögn til sín í pósti auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar um samninginn inn á heimasíðu Framsýnar www.framsyn.is. Kjarasamningurinn er einnig fáanlegur á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn stéttarfélag

Deila á