Heimsókn í Norðlenska

Starfsmaður stéttarfélaganna heimsótti Norðlenska á Húsavík á dögunum. Þrátt fyrir að nú sé ekki sláturtíð var heldur betur nóg líf í húsinu en um 50 starfsmenn eru við störf hjá Norðlenska á Húsavík í vetur. Nú í sumar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hjá fyrirtækinu en til stendur að setja þak ofan á gistieiningarnar sem standa norðan við aðalbygginguna. Gistieiningarnar hafa gjörbreytt aðstöðu fyrirtækisins til hins betra en erfitt var orðið að finna gistipláss fyrir tímabundna starfsmenn fyrirtækisins á haustin. Einingarnar hafa líka verið notaðar í vetur en 11 starfsmenn fyrirtækisins notast við hana þessa vikurnar.

Undirbúningur næstu sláturtíðar er að byrja jafnvel þó enn sé um háflt ár í að hún hefjist. Reiknað er með því að sláturfjöldinn verði í kringum 100.000 gripir í ár.

Deila á