Opnað fyrir umsóknir orlofshúsa

Opnað hefur verið fyrir umsóknir orlofshúsa fyrir sumarið 2020. Sama fyrirkomulag er á umsóknunum eins og verið hefur undanfarin ár, en þeim skal skilað á Skrifstofu stéttarfélaganna eða í tölvupósti á linda@framsyn.is.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið á excel og pdf formi hér á síðunni. Auk þess mun umsóknareyðublað fylgja fréttabréfi stéttarfélaganna sem kemur út á næstunni.

Deila á