Samningafundur framundan

Eftir fund með starfsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík síðasta fimmtudag hefur Framsýn gengið frá kröfugerð fyrir hönd starfsmanna. Jafnframt hefur verið gengið frá því við Samtök atvinnulífsins, sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtækin í viðræðunum við Framsýn, að fyrsti samningafundurinn verði á allra næstu dögum. Þegar þetta er skrifað var ekki búið að fastnegla daginn. Þar sem vertíðin hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum fer að hefjast er mikilvægt að samningaviðræður klárist sem fyrst.

 

Deila á