Trúnaðarmannanámskeið framundan

Stéttarfélögin standa fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði dagana 16 – 17 apríl nk. Námskeiðið verður haldið á Húsavík. Skráning fer fram hjá Félagmálaskóla alþýðu og  þar er hægt að skrá sig inn á Mínar síður eða með rafrænum skilríkjum   https://www.felagsmalaskoli.is/ eða með því að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.  Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu og eru bæði fræðandi og skemmtileg. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja slík námskeið á vinnutíma án skerðingar launa.

Mynd: Trúnaðarmannanámskeiðiðn hafa verið vel sótt af félagsmönnum. Á öllum vinnustöðum þar sem starfa 5 eða fleiri starfsmenn eiga að vera starfandi trúnaðarmenn. Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

 

Deila á