Vegna endurnýjunar á kjarasamningi Framsýnar við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarbátum á Húsavík boðar félagið til fundar með starfsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Mikilvægt er að félagsmenn Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum mæti á fundinn og komi sínum skoðunum á framfæri eða sendi þær á netfangið kuti@framsyn,is komist þeir ekki á fundinn.
Framsýn stéttarfélag