Kaldbakskot heimsótt

Á dögunum fór Aðalsteinn J. Halldórsson, starfsmaður stéttarfélaganna í heimsókn til Sigurjóns Benediktssonar í Kaldbak. Eins og vel er þekkt rekur Sigurjón þar gistiþjónustuna Kaldbakskot sem samanstendur af sumarhúsum sem eru í landi Kaldbaks ásamt gamla íbúðarhúsinu og húsunum sem fylgja því.

Það er mikill myndarskapur yfir starfseminni í Kaldbak sem skartar náttúrulega sínum vetrarskrúða þessar vikunnar. Aðspurður sagði Sigurjón að starfsemin hafi gengið vel síðasta sumar en það var það besta í sögu rekstursins. Það sem af er ári hafi bókanir þó verið heldur meira hikandi en verið hefur en janúar er í sögulegu samhengi besti bókunarmánuðurinn.

Stéttarfélögin óska Sigurjóni góðs gengis í framtíðinni og þökkum fyrir ánægjulega heimsókn

Það er í mörg horn að líta í rekstri eins í Kaldbakskotum. Hér er Sigurjón að ditta að aðstöðunni í Kaldbak.
Deila á