Hressir krakkar úr Borgarhólsskóla komu í kynningu

Harpa Ásgeirsdóttir kennari og fótboltastjarna með meiru kom ásamt nemendum í 10. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn til stéttarfélaganna fyrir helgina.  Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi stéttarfélaga og skyldur fólks, ekki síst ungs fólks á vinnumarkaði. Þá var farið yfir lífeyrissparnað, uppbyggingu launaseðla og skatta. Krakkarnir voru mjög hressir og spurðu út í nánast allt milli himins og jarðar. Frábær hópur í alla staði.

Deila á