Skattkerfisbreytingar um áramót

Um ára­mót taka gildi ýms­ar skatta­breyt­ing­ar er snerta bæði heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Fjár­málaráðuneytið vek­ur at­hygli á þeim og seg­ir að áhrif breyt­ing­anna séu met­in til sam­tals 9,5 millj­arða kr. lækk­un­ar.

Fram kem­ur á vef ráðuneyt­is­ins , nú um ára­mót taki gildi um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á tekju­skatti.

„Eru þær breyt­ing­ar afrakst­ur vinnu um heild­ar­end­ur­skoðun tekju­skatt­s­kerf­is­ins til lækk­un­ar á skatt­byrði. Ábati breyt­ing­anna skil­ar sér til allra tekju­tí­unda en sér­stak­lega til lág- og milli­tekju­hópa. Tekið er upp þriggja þrepa kerfi með nýju og lægra grunnþrepi. Sjá mynd­ina hér fyr­ir neðan.

Tekju­skatt­ur ein­stak­linga. Mynd/​Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið
(Heimild mbl.is)
Deila á