Fyrir skömmu fékk Skrifstofa stéttarfélagana góðan gest sem kom færandi hendi. Það var hann Kristinn Lárusson frá Brúarási sem færði starfsfólki stéttarfélaganna fötu af jólasíld sem framleidd er á Þórshöfn. Starfsfólk tók þessu framtaki Kristins vel og kann honum góðar þakkir fyrir.